#38. - Viðreisn Jóns, örkin hans Óla og skvettugangur í Móunum
Description
Hvaða áherslumál hyggst Jón Gnarr setja á oddinn í stjórnmálastarfi innan Viðreisnar? Er stefnuskrá flokksins leiðarvísirinn eða hyggst hann fara sínar eigin leiðir. Þetta kemur í ljós í viðtali á vettvangi Spursmála.
Nýverið lýsti Jón því yfir að hann hygðist hasla sér völl í landsmálunum á vettvangi Viðreisnar.
Hann mun taka þátt í prófkjöri og sækjast eftir leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. Þar sitja nú á fleti fyrir þær Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir. Sú fyrrnefnda í Reykjavík suður og hin í norður.
Líkt og undanfarnar vikur hafa mörg stórtíðindi rekið önnur á fréttavettvangi. Til þess að ræða þau mál mæta þau Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og fyrrum bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju sem nú hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs, sem siglir milli lands og æskustöðva prestsins, Vestmannaeyja.