DiscoverÓli Björn - Alltaf til hægriFyrirgefning og tjáningarfrelsi
Fyrirgefning og tjáningarfrelsi

Fyrirgefning og tjáningarfrelsi

Update: 2025-09-25
Share

Description

Þú þarft að búa yfir einhverjum innri krafti – trú á hið góða – til að tala með þeim hætti sem Erika Kirk gerði í ræðu á minningarathöf um eiginmann hennar Charlie Kirk – aðeins ellefu dögum eftir hann var myrtur. Erika sækir styrkinn í trúnna á Jesús Krist líkt og eiginmaður hennar gerði.


Fæst okkar höfum þennan styrk eða þá bjargföstu trú sem gerir okkur kleift að fyrirgefa þeim sem drepur nákominn ættingja, maka eða börn.


Sú hætta er raunveruleg að morðið á Kirk hafi djúpstæð neikvæð áhrif á tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum – fólk fari að forðast  opinskáar og hreinskiptar umræður – hætti að takast á með orðum í frjálsum rökræðum. Bandaríkjamenn, líkt við hér á Íslandi, hafa gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut að ágreiningur sé leystur með rökræðum og í kosningum. Að tap í kosningum sé ekki heimsendir heldur annað tækifæri til að sannfæra aðra sem eru okkur ekki sammála – áður en gengið er næst að kjörborði.


Samkvæmt árlegri könnun FIRE á málfrelsi háskóla taldi einn af hverjum fimm nemendum ásættanlegt að nota ofbeldi til að stöðva fyrirlestra sem eru þeim ekki að skapi árið 2020. Árið 2024 var þriðjungur stúdenta þessarar skoðunar – einn af hverjum þremur.

Comments 
loading
00:00
00:00
1.0x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

Fyrirgefning og tjáningarfrelsi

Fyrirgefning og tjáningarfrelsi

olibjorn