DiscoverÓli Björn - Alltaf til hægriKyndilberi vonar og frelsis
Kyndilberi vonar og frelsis

Kyndilberi vonar og frelsis

Update: 2025-09-19
Share

Description

Venesúela er í rúst – efnahagslega og pólitískt. Samfélagslegir innviðir hafa verið brotnir niður. Mannréttindi eru fótum troðin og milljónir manna hafa flúið land. Nicolás Maduro, lærisveinn og eftirmaður Chavez á forsetastóli, heldur ótrauður áfram við að breyta auðugasta landi Suður-Ameríku í það fátækasta. Enn eitt draumaríki sósíalismans hefur breyst í martröð – auðlegð hefur orðið að örbirgð alþýðunnar.


Í gegnum söguna hafa einstaklingar, karlar og konur, sýnt ótrúlegt hugrekki í baráttunni fyrir frelsi og mannlegri reisn. Václav Havel í Tékklandi stóð upp gegn kommúnistastjórninni og varð síðar leiðtogi lýðræðislegrar endurreisnar landsins. Í Póllandi sameinaði Lech Wałęsa verkafólk undir merkjum Samstöðu og leiddi þjóð sína til sjálfstæðis og frelsis frá ógnarstjórn kommúnista og Sovétríkjanna. Í Rússlandi lagði Alexei Navalní líf sitt í sölurnar með því að afhjúpa spillingu og berjast gegn Pútín. Hann var myrtur með eitri í fangabúðum enda talinn hættulegur stjórnvöldum – var sérstakur þyrnir í augum Pútíns. Í Íran hafa konur eins og Narges Mohammadi neitað að þegja og greitt fyrir það með frelsi og sumar lífi sínu. Og í Venesúela stendur María Corina Machado óbuguð gegn ofríki Maduros.

Comments 
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

Kyndilberi vonar og frelsis

Kyndilberi vonar og frelsis

olibjorn