DiscoverÓli Björn - Alltaf til hægriMeð eina tösku og poka með tveimur teppum - I. hluti
Með eina tösku og poka með tveimur teppum - I. hluti

Með eina tösku og poka með tveimur teppum - I. hluti

Update: 2024-01-06
Share

Description

Saga af tveimur æskuvinum frá Króknum sem freistuðu gæfunnar í Kanada


Árið 1954 ákváðu tveir ungir menn frá Sauðárkróki að freista gæfunnar í öðru landi. Æskuvinir vildu reyna fyrir sér í Kanada. Annar þeirra var pabbi, Kári Jónsson og hinn Haukur Stefánsson. 


Fyrir síðustu jól gaf ég út litla bók um þetta ævintýri og leitinni að grænna grasi. Bókin kom út í takmörkuðu upplagi og sendi ég hana ættingjum og nokkrum vinum. Frásögnin – um vonir, væntingar og vonbrigði – byggir á sendibréfum. Annars vegar eru það bréf pabba til foreldra, systur og góðgerðarmanns og bréf þeirra til hans. Hins vegar eru það bréf Hauks til foreldra sinna. 


Tilgangurinn með skrifunum var að gefa nokkra innsýn í hugarheim og aðstæður ungra manna á sjötta áratug síðustu aldar. Tækifærin á Íslandi voru takmörkuð, atvinnuástand erfitt og þjóðfélagið í fjötrum opinberra afskipta og hafta. Og líkt og svo oft áður heillaði Vesturheimur. Grasið reyndist hins vegar ekki grænna í nýja heiminum.


Í næstu hlaðvarpsþáttum ætla ég að segja þessa sögu og nýta bókina að mestu leyti.

Comments 
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

Með eina tösku og poka með tveimur teppum - I. hluti

Með eina tösku og poka með tveimur teppum - I. hluti

olibjorn