Planið er vinstri stjórn og hærri skattar
Update: 2024-11-27
Description
Næstkomandi laugardag taka kjósendur ákvörðun um hvort hér komist til valda vinstri ríkisstjórn eða borgaraleg ríkisstjórn með öflugum Sjálfstæðisflokki.
Skoðanakannanir benda til að fyrri kosturinn verði niðurstaðan þar sem Samfylking og Viðreisn taka höndum saman og skjóta einhverju varadekki undir. Við vitum af reynslunni að vinstri stjórn býður alltaf upp á Rússíbanareið fyrir fólk og fyrirtæki.
Með hliðsjón af sögunni og reynslunni af vinstri stjórnum eiga allir kjósendur að vita hvað býður þeirra á komandi kjörtímabili, ef niðurstaða kosninganna verða í takt við skoðanakannanir:
- Hærri skattar heimilanna
- Lægri ráðstöfunartekjur launafólks
- Hærri skattar fyrirtækja
- Atlaga að einyrkjum og sjálfstæðum atvinnurekendum
- Stóraukin ríkisútgjöld
- Auknar millifærslur
- Stærra og flóknara bákn
- Endurtekinn ESB-skollaleikur síðustu vinstri stjórnar
- Samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu
- Minni hagvöxtur
- Hærri verðbólga
- Hærri vextir
Comments
In Channel