Samgöngumál
Update: 2015-10-10
Description
Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um samgöngur, meðal annars áhrif samgönguúrbóta á landsbyggðinni. Farið er í strætó sem sveitarfélögin hafa rekið undanfarin ár, sumstaðar með talsverðum halla. Er grundvöllur fyrir því að reka almenningssamgöngur á landsbyggðinni með þessum hætti? Útsendari þáttarins heimsækir Mjólkárvirkjun í Arnarfirði en starfsmenn þar lokast stundum inni yfir veturinn vegna snjóa. Í síðari hluta þáttarins er Borgarbókasafnið heimsótt og forvitnast um fjölbreytta starfsemi sem þar fer fram. Efni þáttarins er unnið af frétta - og dagskrárgerðarfólki um allt land. Umsjón með þættinum hefur Freyja Dögg Frímannsdóttir.
Comments
In Channel



