Snjóflóðið á Flateyri
Update: 2015-10-24
Description
Í október árið 1995 féll mannskætt snjóflóð á Flateyri þar sem 20 manns létu lífið. Margir björguðust úr flóðinu enda lögðust allir á eitt. Hermann Þorsteinsson var einn þeirra björgunarmanna sem komu á vettvang frá Ísafirði. Hann býður til göngu þar sem hann segir frá atburðunum frá sjónarhóli björgunarmannsins. Halla Ólafsdóttir slóst í för með Hermanni á Flateyri og ræddi einnig við Eirík Finn Greipsson og Guðlaugu Auðunsdóttur sem lentu í flóðinu, Hörpu Grímsdóttur hjá Snjóflóðasetrinu á Ísafirði og Kristínu Pétursdóttur íbúa á Flateyri. Umsjón: Þórgunnur Oddsdóttir og Halla Ólafsdóttir.
Comments
In Channel



