Discover
Mannlegi þátturinn
3508 Episodes
Reverse
Mannlegi þátturinn 06.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Lesandi vikunnar er fastur liður hjá okkur á mánudögum og þar sem þetta er vinsæll liður í eyrum hlustenda, gleðjum við þá með því að bjóða uppá lesandann í dag. Og það er engin annar en handritshöfundurinn og grínarinn Sigurjón Kjartansson sem sest hjá okkur hér á eftir. Við forvitnumst um hvað hann er að lesa þessa dagana, hvað er á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur lesið í gegnum tíðina og hvaða höfundar hafa haft áhrif á hann.
Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum hitti Jenný Jensdóttur sem býr á Drangsnesi og vinnur á skrifstofu Kaldrananeshrepps. Jenný hefur stærstan hluta ævi sinnar barist við ofþyngd og náði fyrst góðum árangri í þeirri baráttu þegar hún kynntist matarfíklamiðstöðinni. Við heyrum hennar sögu hér á eftir.
Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands fannst skógarmítill fyrst hér á landi á farfugli 1967. Á síðari árum hefur hann fundist af og til, ein...
Mannlegi þátturinn 07.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Það er dýrt að deyja á Íslandi - meðalkostnaður við jarðarför er 800 - 1 milljón með öllu, nú gæti lagst aukakostnaður við upphæðina, því kirkjugarðar landsins eru í rekstarvandræðum og vilja finna leiðir til að auka innkomuna. Þetta gæti verið sótt í vasa landsmanna. Þórsteinn Ragnarsson er forstjóri Kirkjugarðanna í Reykjavík, hann sest hjá okkur eftir skamma stund.
Og þá er komið að Heilsuvaktinni með Helgu Arnardóttur. Búið er að sýna fram á þeir sem hafa verið of þungir í barnæsku eigi það frekar á hættu að glíma við þunglyndi á fullorðinsárum en þeir sem verða of þungir á fullorðinsárum. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna í alþjóðlega verkefninu MoodFOOD og hefur Ísland verið þátttakandi í henni frá 2014. En hvað veldur og hverjar geta skýringarnar verið? Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og verkefnastjóri rannsóknarinnar hér á landi segir ok...
Mannlegi þátturinn 07.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Það er dýrt að deyja á Íslandi - meðalkostnaður við jarðarför er 800 - 1 milljón með öllu, nú gæti lagst aukakostnaður við upphæðina, því kirkjugarðar landsins eru í rekstarvandræðum og vilja finna leiðir til að auka innkomuna. Þetta gæti verið sótt í vasa landsmanna. Þórsteinn Ragnarsson er forstjóri Kirkjugarðanna í Reykjavík, hann sest hjá okkur eftir skamma stund.
Og þá er komið að Heilsuvaktinni með Helgu Arnardóttur. Búið er að sýna fram á þeir sem hafa verið of þungir í barnæsku eigi það frekar á hættu að glíma við þunglyndi á fullorðinsárum en þeir sem verða of þungir á fullorðinsárum. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna í alþjóðlega verkefninu MoodFOOD og hefur Ísland verið þátttakandi í henni frá 2014. En hvað veldur og hverjar geta skýringarnar verið? Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og verkefnastjóri rannsóknarinnar hér á landi segir ok...
Mannlegi þátturinn 08.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Ásta Hafberg okkar kona á leigumarkaði, er búin að kaupa sér hús! Ekki þó í Reykjavík því það er nánast óyfirstíganlegt fyrir fólk á leigumarkaðnum. Ásta er flutt í Hörgárdalinn með fjölskylduna. En hvað finnst henni um nýjasta útspil borgar og ríkis með úthlutun lóða ríkisins í Reykjavík? Telur hún að það verði auðveldara að kaupa eftir nokkur ár en nú?
Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Ísland er í áttunda sæti lista um hvar bernsku barna er síst ógnað í heiminum.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save the Children, Börn án bernsku sem kom út á alþjóðlegum degi barna. Margrét Júlía Rafnsdóttir Verkefnastjóri hjá Barnaheillum kemur til okkar hér á eftir.
Rakel Garðarsdóttir kemur í umhverfisspjallið okkur og ætlar meðal annars að skoð...
Mannlegi þátturinn 08.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Ásta Hafberg okkar kona á leigumarkaði, er búin að kaupa sér hús! Ekki þó í Reykjavík því það er nánast óyfirstíganlegt fyrir fólk á leigumarkaðnum. Ásta er flutt í Hörgárdalinn með fjölskylduna. En hvað finnst henni um nýjasta útspil borgar og ríkis með úthlutun lóða ríkisins í Reykjavík? Telur hún að það verði auðveldara að kaupa eftir nokkur ár en nú?
Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Ísland er í áttunda sæti lista um hvar bernsku barna er síst ógnað í heiminum.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save the Children, Börn án bernsku sem kom út á alþjóðlegum degi barna. Margrét Júlía Rafnsdóttir Verkefnastjóri hjá Barnaheillum kemur til okkar hér á eftir.
Rakel Garðarsdóttir kemur í umhverfisspjallið okkur og ætlar meðal annars að skoð...
Mannlegi þátturinn 09.júní 2017
Umsjón Gunnar Hansson og Guðrún Gunnarsdóttir
Í kvöld verður í beinni útsendingu á RÚV Dagur rauða nefsins, söfnunarþáttur fyrir UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þetta verður glæsileg dagskrá, full af skemmtilegum innslögum þar sem margir fremstu grínarar þjóðarinnar leggja sitt af mörkum fyrir þennan góða málstað. Föstudagsgestir Mannlega þáttarins að þessu sinni verða þau Gísli Marteinn Baldursson og Halla Oddný Magnúsdóttir, sem verða aðalkynnar þáttarins og við forvitnumst um hverju við megum eiga von á í kvöld.
Og við sláum einnig á þráðinn til Panama þar sem Stefán Stefánsson starfar á Svæðisskrifstofu Unicef, hann segir okkur frá starfseminni hér á eftir.
Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir skrifaði áhugaverða meistararitgerð í námi sínu í Menningarstjórnun í Háskólanum á Bifröst um hlutverk og ímynd flugfreyjunnar, sem hefur verið sveipað vissum dýrðarljóma frá því að hún kom fyrst fram. En hver er saga flugfreyjunnar? ...
Mannlegi þátturinn 09.júní 2017
Umsjón Gunnar Hansson og Guðrún Gunnarsdóttir
Í kvöld verður í beinni útsendingu á RÚV Dagur rauða nefsins, söfnunarþáttur fyrir UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þetta verður glæsileg dagskrá, full af skemmtilegum innslögum þar sem margir fremstu grínarar þjóðarinnar leggja sitt af mörkum fyrir þennan góða málstað. Föstudagsgestir Mannlega þáttarins að þessu sinni verða þau Gísli Marteinn Baldursson og Halla Oddný Magnúsdóttir, sem verða aðalkynnar þáttarins og við forvitnumst um hverju við megum eiga von á í kvöld.
Og við sláum einnig á þráðinn til Panama þar sem Stefán Stefánsson starfar á Svæðisskrifstofu Unicef, hann segir okkur frá starfseminni hér á eftir.
Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir skrifaði áhugaverða meistararitgerð í námi sínu í Menningarstjórnun í Háskólanum á Bifröst um hlutverk og ímynd flugfreyjunnar, sem hefur verið sveipað vissum dýrðarljóma frá því að hún kom fyrst fram. En hver er saga flugfreyjunnar? ...
2. júní 2017
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Blóðbankinn biður um nýja blóðgjafa/Jórunn Frímannsdóttir deildarstjóri
Erna Kaaber hefur rekið veitingastaðinn Icelandic fish and chips í Tryggvagötu í 10 ár, hún undirbýr opnun útibús í NYC.
Lesandi vikunnar Gerður Kristný
2. júní 2017
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Blóðbankinn biður um nýja blóðgjafa/Jórunn Frímannsdóttir deildarstjóri
Erna Kaaber hefur rekið veitingastaðinn Icelandic fish and chips í Tryggvagötu í 10 ár, hún undirbýr opnun útibús í NYC.
Lesandi vikunnar Gerður Kristný
Mannlegi þátturinn 13.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Margir hafa heyrt viðurnefni þekktra sjómanna eins og , Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Fúsi Axels, Ingvi Mór, Slabbi djó og Doddi hestur, hverjir voru þetta og er algengt enn þann dag í dag að menn fái slík viðurnefni. Guðjón Ingi Eiríksson hjá bókaútgáfunni Hólum hefur tekið saman sjómannasögur í bók, hann og einn þeirra sem koma við sögu, Ragnar Ingi Aðalsteinsson togarajaxl og hagyrðingur setjast hjá okkur eftir skamma stund og segja okkur frá.
Brúðkaup hafa farið fram í Árbæjarsafnskirkju frá því árið 1961 og síðan þá hafa ótal pör látið pússa sig saman þar. En af hverju að gifta sig á Árbæjarsafni og hvernig var stóri dagurinn? Hnappheldan -Brúðkaup á Árbæjarsafni , er ný sýning sem var opnuð í skúðhúsi Árbæjarsafns um helgina. Þessi sýning er samstarfsverkefni Borgarsögusafns Rvíkur og meistaranema í Hagnýtri menningarmiðlun við HÍ og einnig hluti af 60 ára afmælis Árbæjars...
Mannlegi þátturinn 13.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Margir hafa heyrt viðurnefni þekktra sjómanna eins og , Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Fúsi Axels, Ingvi Mór, Slabbi djó og Doddi hestur, hverjir voru þetta og er algengt enn þann dag í dag að menn fái slík viðurnefni. Guðjón Ingi Eiríksson hjá bókaútgáfunni Hólum hefur tekið saman sjómannasögur í bók, hann og einn þeirra sem koma við sögu, Ragnar Ingi Aðalsteinsson togarajaxl og hagyrðingur setjast hjá okkur eftir skamma stund og segja okkur frá.
Brúðkaup hafa farið fram í Árbæjarsafnskirkju frá því árið 1961 og síðan þá hafa ótal pör látið pússa sig saman þar. En af hverju að gifta sig á Árbæjarsafni og hvernig var stóri dagurinn? Hnappheldan -Brúðkaup á Árbæjarsafni , er ný sýning sem var opnuð í skúðhúsi Árbæjarsafns um helgina. Þessi sýning er samstarfsverkefni Borgarsögusafns Rvíkur og meistaranema í Hagnýtri menningarmiðlun við HÍ og einnig hluti af 60 ára afmælis Árbæjars...
Mannlegi þátturinn 14.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Í kjölfar viðtals við Ástu Hafberg í síðustu viku, þar sem fram kom að Íbúðalánasjóður fellir niður skuldir eftir 3 ár, ákváðum við að spyrjast fyrir um reglur og fyrirkomulag hjá Sjóðnum. Soffia Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptasviðs svarar nokkrum spurningum um Íbúðalánasjóð eftir stutta stund.
Það eru ekki nema um það bil tveir áratugir frá því þegar sálfræðingur vestan hafs tók að rannsaka óheiðarleika í mönnum að það kom í ljós að allir ljúga, einu sinni eða oftar á hverjum degi. Magnús R. Einarsson flytur okkur pistil um lygar, hvunndagslygarnar sem lita líf okkar sérhvern dag."
Norð Austur Sushi og Bar veitingastaður á Seyðisfirði komst annað árið í röð á lista White Guide handbókarinnar en árlega birtast umsagnir um veitingastaði á Norðurlöndunum í handbókinni og þykir mikill fengur að komast í bókina. Við heyrum í Davíð Kristinssyni einum eigendana hér á eftir.
...
Mannlegi þátturinn 14.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Í kjölfar viðtals við Ástu Hafberg í síðustu viku, þar sem fram kom að Íbúðalánasjóður fellir niður skuldir eftir 3 ár, ákváðum við að spyrjast fyrir um reglur og fyrirkomulag hjá Sjóðnum. Soffia Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptasviðs svarar nokkrum spurningum um Íbúðalánasjóð eftir stutta stund.
Það eru ekki nema um það bil tveir áratugir frá því þegar sálfræðingur vestan hafs tók að rannsaka óheiðarleika í mönnum að það kom í ljós að allir ljúga, einu sinni eða oftar á hverjum degi. Magnús R. Einarsson flytur okkur pistil um lygar, hvunndagslygarnar sem lita líf okkar sérhvern dag."
Norð Austur Sushi og Bar veitingastaður á Seyðisfirði komst annað árið í röð á lista White Guide handbókarinnar en árlega birtast umsagnir um veitingastaði á Norðurlöndunum í handbókinni og þykir mikill fengur að komast í bókina. Við heyrum í Davíð Kristinssyni einum eigendana hér á eftir.
...
Frá og með deginum í dag þarf ekki að greiða sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands á EES svæðinu. Neytendur frá þeim löndum sem tilheyra svæðinu borga því nú það sama fyrir símanotkun og gagnamagn á ferðalögum innan EES-svæðisins og þeir greiða heima. Guðmann B. Birgisson sérfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun kom í Mannlega þáttinn og fór yfir hvað þessar breytingar hafa í för með sér.
Myglusveppur er hættulegur heilsu fólks - og sífellt fleiri eru að verða meðvitaðir um hversu miklum skaða hann getur valdið. Í fréttum í gær var sagt frá því að rífa þarf Kársnesskóla í Kópavogi vegna myglusvepps og margar byggingar og hús liggja undir grun. En hvað er í gangi? Valdemar Gísli Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans hefur velt þessum málum mikið fyrir sér og kom í þáttinn og ræddi meðal annars hugsanleg áhrif rafsegulgeislunar á myglusvepp.
Og í lok þáttarins fengum við Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Lava Center, eldfjallasafnsins og fræðslumiðstöð...
Frá og með deginum í dag þarf ekki að greiða sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands á EES svæðinu. Neytendur frá þeim löndum sem tilheyra svæðinu borga því nú það sama fyrir símanotkun og gagnamagn á ferðalögum innan EES-svæðisins og þeir greiða heima. Guðmann B. Birgisson sérfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun kom í Mannlega þáttinn og fór yfir hvað þessar breytingar hafa í för með sér.
Myglusveppur er hættulegur heilsu fólks - og sífellt fleiri eru að verða meðvitaðir um hversu miklum skaða hann getur valdið. Í fréttum í gær var sagt frá því að rífa þarf Kársnesskóla í Kópavogi vegna myglusvepps og margar byggingar og hús liggja undir grun. En hvað er í gangi? Valdemar Gísli Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans hefur velt þessum málum mikið fyrir sér og kom í þáttinn og ræddi meðal annars hugsanleg áhrif rafsegulgeislunar á myglusvepp.
Og í lok þáttarins fengum við Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Lava Center, eldfjallasafnsins og fræðslumiðstöð...
Mannlegi þátturinn 16.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Fólk sem mætir í þjóðbúning verður boðið sérstaklega til sætis á hátíðarathöfninni á Austurvelli já morgun 17.júní en þetta hefur ekki verið gert áður. Höfuðborgarstofa sér í fyrsta skipti um 17. júní og leggur áherslu á þjóðbúninginn í tengslum við hátíðarhöldin. Margrét Valdimarsdóttir er formaður Heimilisiðnaðarfélagsins og kemur til okkar hér á eftir.
Sigríiður Lára Sigurjónsdóttir frumkvöðull á Egilsstöðum halut hvatningarverðlauna TAK í ár fyrir að hafa sýnt frumkvæði og áræðni í atvinnulífi , menningu og samfélagi ásamt því að skara fram úr í störfum sínum í þágu kvenna. Heyrum í henni hér á eftir.
Og föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er Ragnhildur Gísladóttir, Ragga Gísla og við komum víða við í spjalli okkar , til dæmis er hún höfundur Þjóðahátíðarlags eyjamanna í ár og er fyrsti kvenhöfundur í þeim hópi lagahöfunda.
...
Mannlegi þátturinn 16.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Fólk sem mætir í þjóðbúning verður boðið sérstaklega til sætis á hátíðarathöfninni á Austurvelli já morgun 17.júní en þetta hefur ekki verið gert áður. Höfuðborgarstofa sér í fyrsta skipti um 17. júní og leggur áherslu á þjóðbúninginn í tengslum við hátíðarhöldin. Margrét Valdimarsdóttir er formaður Heimilisiðnaðarfélagsins og kemur til okkar hér á eftir.
Sigríiður Lára Sigurjónsdóttir frumkvöðull á Egilsstöðum halut hvatningarverðlauna TAK í ár fyrir að hafa sýnt frumkvæði og áræðni í atvinnulífi , menningu og samfélagi ásamt því að skara fram úr í störfum sínum í þágu kvenna. Heyrum í henni hér á eftir.
Og föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er Ragnhildur Gísladóttir, Ragga Gísla og við komum víða við í spjalli okkar , til dæmis er hún höfundur Þjóðahátíðarlags eyjamanna í ár og er fyrsti kvenhöfundur í þeim hópi lagahöfunda.
...
Mannlegi þátturinn 19.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Þann 19. júní ár hvert er þess minnst að þann dag árið 1915 hlutu ís¬lensk¬ar kon¬ur, fjöru¬tíu ára og eldri, kosn¬inga¬rétt til Alþing¬is. Fimm árum síðar öðluðust kon¬ur hér á landi kosn¬inga¬rétt til jafns á við karla. Sérframboð kvenna í upphafi níunda áratugar síðustu aldar mörkuðu tímamót í íslenskri stjórnmálasögu. Þau voru afsprengi samfélagslegra breytinga og óánægju fjölda kvenna sem taldi hin hefðbundnu stjórnmálaöfl hvorki hlusta á konur né vinna að hagsmunum þeirra.
Við ætlum að tala við Kristínu Jónsdóttur sagnfræðing sem meðal annars skrifaði um kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalistann árin 1982-1987 og hefur sjálf tekið þátt í kvennaframboði.
Landsbyggðir , er heiti á nýju blaði sem kemur út á morgun og fjallar um lífið á hinum ólíku landsbyggðum. Blaðinu verður dreift í 55000 eintökum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær Herdís Helgadóttir og María Björk Ingvadóttir segja okkur nána...
Mannlegi þátturinn 19.júní 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Þann 19. júní ár hvert er þess minnst að þann dag árið 1915 hlutu ís¬lensk¬ar kon¬ur, fjöru¬tíu ára og eldri, kosn¬inga¬rétt til Alþing¬is. Fimm árum síðar öðluðust kon¬ur hér á landi kosn¬inga¬rétt til jafns á við karla. Sérframboð kvenna í upphafi níunda áratugar síðustu aldar mörkuðu tímamót í íslenskri stjórnmálasögu. Þau voru afsprengi samfélagslegra breytinga og óánægju fjölda kvenna sem taldi hin hefðbundnu stjórnmálaöfl hvorki hlusta á konur né vinna að hagsmunum þeirra.
Við ætlum að tala við Kristínu Jónsdóttur sagnfræðing sem meðal annars skrifaði um kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalistann árin 1982-1987 og hefur sjálf tekið þátt í kvennaframboði.
Landsbyggðir , er heiti á nýju blaði sem kemur út á morgun og fjallar um lífið á hinum ólíku landsbyggðum. Blaðinu verður dreift í 55000 eintökum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær Herdís Helgadóttir og María Björk Ingvadóttir segja okkur nána...
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Í gær fór fram ársfundur UNICEF á Íslandi þar sem lögð var fram ársskýrsla samtakanna. Það er skemmst frá því að segja að fjöldi heimsforeldra á Íslandi er meiri en í nokkru öðru landi í heiminum miðað við höfðatölu, auk þess sem engin landsnefnd hjá UNICEF í heiminum safnar hlufallslega hærri framlögum en sú íslenska. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi kom í þáttinn og fór yfir árangurinn og hvaða krefjandi verkefni eru framundan.
Hagsmunasamtök Heimilanna kusu sér nýjan formann og nýja stjórn í vikunni, Ásthildur Lóa Þórsdóttir heitir nýji formaðurinn. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir: Nýkjörin stjórn mun beita sér fyrir því að stjórnmálamenn taki ábyrgð sína á þeim grófu mannréttindabrotum sem framin hafa verið á þúsundum heimila í skjóli vafasamra lagasetninga. Stjórnvöld hafa með misráðnum gjörðum sínum gefið bönkum og fjármálastofnunum eftirlitslaust veiðileyfi á almenning sem hefur haft skelfilegar ...



