DiscoverSpursmál#101. - Titringur á stjórnarheimilinu og jólaverslun í algeymi
#101. - Titringur á stjórnarheimilinu og jólaverslun í algeymi

#101. - Titringur á stjórnarheimilinu og jólaverslun í algeymi

Update: 2025-12-05
Share

Description

Hvert stórmálið skekur annað á vettvangi stjórnmálanna og nú er menntamálaráðherra sakaður um helbera valdníðslu. Hversu styrkum fótum situr ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur? Hefur hún stjórn á Flokki fólksins eða fara ráðherrar hans sínu fram, hvað sem tautar og raular?

Þetta er meðal þess sem stjórnmálamennirnir fyrrverandi, Össur Skarphéðinsson og Sigurður Kári Kristjánsson hyggjast kryfja inn að beini á vettvangi Spursmála í dag.

Jólaverslun og kræsingar

Þeir mæta til Stefáns Einars á óhefðbundinn upptökustað. Þátturinn er að þessu sinni sendur út frá Austurstræti, nánar tiltekið gömlu höfuðstöðvum Landsbankans. Tilefnið er tveggja ára afmæli þáttarins en honum var hleypt af stokkunum 1. desember árið 2023.

Síðan þá hefur 101 reglubundinn þáttur verið sendur út frá myndveri í Hádegismóum, auk aukaþátta sem efnt hefur verið til vegna stórtíðinda á heima- og alþjóðavettvangi.

Auk Sigurðar Kára og Össurar fær Stefán Einar til sín góða gesti úr raunhagkerfinu. Það eru þau Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, og Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar.

Þau gefa sér tíma frá hinni miklu jólavertíð sem senn nær hámarki. Þau munu fara yfir stöðuna á miðborginni og jólaverslunina á þessu ári sem að einhverju marki gæti litast af versnandi efnahagshorfum.

Comments 
In Channel
loading
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

#101. - Titringur á stjórnarheimilinu og jólaverslun í algeymi

#101. - Titringur á stjórnarheimilinu og jólaverslun í algeymi

Ritstjórn Morgunblaðsins