56. Að forðast kvíða er eins og að forðast skuggann af sér. Davíð Aron Routley
Description
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Davíð Aron Routley, heilsumarkþjálfa, jógakennara og einkaþjálfara um heilsu- og næringarlæsi, skólakerfið, hegðunarvanda, skólaforðun, kvíða, tilfinningalæsi, samkennd og meðvirkni. Þau ræða einnig um áhrif umhverfis, markaðssetningar og efnahagskerfisins á heilsu og hvernig við getum aðeins verið jafn heilbrigð og umhverfið okkar er.
Davíð Aron hefur unnið í barnavernd, Brúarskóla og með einhverfum börnum. Hann telur að börn eigi að fá að upplifa að þau séu verðmæt, örugg, ófullkomin (megi gera mistök) og ósjálfbjarga.
Davíð Aron telur ekki vera svigrúm í íslensku skólakerfi til þess að tjá sig og segir að hegðunarvandi sé alltaf viðbragð við einhverju úr umhverfinu. Hann er með hugmyndir um það hvernig væri hægt að gera skólakerfið betra fyrir börnin okkar. Hann segir börn þurfa aga og samkennd og með því að kenna þeim gagnrýna hugsun, næringarlæsi, heilsulæsi og tilfinningalæsi, þá erum við að segja ,,fokkjú" við kapítalismann.
Áhugasamir geta fylgt Davíð á wholehealth_wisdom á Instagram.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!