66. Hvað eru grasalækningar? Ásdís Ragna Einarsdóttir
Description
Í þættinum ræðir Erla við Ásdísi grasa um náttúrulækningar, lýðheilsu, meltingu, þarmaflóruna, streitu, hormónaójafnvægi, tíðarhring kvenna, rushing womans syndrome ofl.
Ásdís Ragna er Lýðheilsufræðingur og grasalæknir. Áhugi hennar á virkni lækningajurta og hæfni þeirra til að bæta heilsu fólks kviknaði snemma á lífsleiðinni.
Hún hefur lengi haft brennandi áhuga á því hvernig við getum haft áhrif á heilsuna frá náttúrunnar hendi og hvaða áhrif þessi fjölmörgu virku efni úr jurtunum hafa á mannslíkamann.
Starf Ásdísar sem grasalæknir er fyrst og fremst fólgið í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt og líta á líkamann sem eina heild og bæta almenna starfsemi líffærakerfa.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!