Að fylla í tómið - Þorkell Máni
Description
Gestur minn að þessu sinni er Þorkell Máni Pétursson
Þorkell Máni er m.a fjölmiðlamaður, umboðsmaður, rithöfundur, markþjálfi og knattspyrnusérfræðingur, en fyrst og fremst er hann alkóhólisti í bata.
Við settumst niður á dögunum með það fyrir augum að ræða alkóhólisma en Þorkell Máni hefur verið í bata í 27 ár.
Hann fór með mér í gegnum sína sögu á skemmtilegan hátt eins og honum einum er lagið.
Það er komið inná margt í þessu spjalli okkar, alveg frá færibandsvinnu í keksverksmiðju, yfir í heim íþrótta og inn í æðri mátt eins og við skiljum hann.
Það var afar auðvelt fyrir mig að tengja við hann þegar hann ræddi alkóhólisma í heimi knattspyrnunnar. Þar eins og annar staðar þrífst sjúkdómurinn og teygir anga sína víða inn í hliðarfíknir og andlega heilsu. Dæmi um hliðarfíkn íþróttamanna er t.d spilafíkn eða veðmál.
Frábært spjall við frábæran einstakling sem hikaði ekki eitt augnablik að verða við þeirri beðni að gefa klukkutíma í það að ræða sögu sína hér í Skrauti Bakkusar.
Guð gefi mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli 🙏