Leikstjóri lífsins - Hrund
Description
Gestur minn í þessum þætti heitir Hrund Ottósdóttir.
Sagan hennar hefst á hæfileikaríkri ungri stúlku sem er að kynnast lífinu.
þessi stúlka kynnist fljótlega kvíða, óöryggi og lendir í einelti áður en hún byrjar svo að drekka fjórtán ára gömul.
Lífsins harka tekur svo við en röð áfalla skella á hana með stuttu millibili um átján ára aldur. Mesta áfallið er þegar hún missir tvíburabróður sinn sem féll fyrir eigin hendi.
Hrund fer á afar einlægan og heiðarlegan hátt í gegnum söguna og leggur fram mjög skýra en um leið átakalega mynd af þróun alkóhólismans, hvernig tilfinningaleg óreiða og óuppgerð fortíð fóru með hana að bjargbrún lífsins.
Það er á svona stundum sem ég þakka fyrir að hafa byrjað þetta hlaðvarpsverkefni mitt. Ég lærði svo mikið af þessu spjalli mínu við hana Hrund því hugrekki hennar og æðruleysi sýnir svo skýrt hversu mikil forréttindi það er að vera í góðum bata. Saga hennar snerti mig afar djúpt og ég er ekki í nokkrum vafa að hún á eftir hjálpa mörgum.
Hrund Óttósdóttir er ein af oss 🙏
Guð gefi mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli 🙏