Edrúlífið - Pálmi
Description
Í dag heyri ég í fastagesti þáttarins honum Pálma Fannari.
Pálmi Fannar hefur undanfarin ár haldið utan um og séð um Edrúlífið á Djúpavogi. Edrúlífið er í dag stór viðburður á Hammond tónlistahátið á Djúpavogi.
Pálmi fer með mér í gegnum það hvernig hann byrjaði Edrúlífið og hvernig þessi hugmynd, sem hann fékk einn góðan veðurdag á sjónum, þróaðist yfir í þennan stóra viðburð sem helgaður er lífi án áfengis og vímuefna.
Mjög þekktir einstaklingar hafa stigið á stokk í Edrúlífinu eins og Steinunn Ólína, Hr Hnetusmjör, Beggi í Sóldögg, Þorkell Máni og fleira gott fólk. Þar hafa þessir einstaklingar komið fram í kirkjunni á Djúpavogi og farið yfir sínar sögur og líf þeirra án áfengis og vímuefna.
Pámi tekur okkur í gegnum kynni sín við gestina í gegnum tíðina ásamt því að kynna til leiks gesti Edrúlífsins í ár sem eru Dóra Jóhannsdóttir leikari og leikstjóri áramótaskaupsins, og Addi í Sólstöfum.
Að sjálfsögðu fer spjallið um víðan veg þar sem alkóhólisminn er aðalþema eins og alltaf um borð í Skrauti Bakkusar.
Edrúlífið í ár er laugardaginn 22.apríl, í Djúpavogskirkju kl 13:00 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir.
Góðar stundir 🙏
Guð gefi mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli 🙏