Innri þjáning - Gísli
Description
Í þessum þætti spjalla ég við hann Gísla Sigurðarsson.
Gísli leggur hér inn sögu sína á mjög einlægan og áhrifaríkan hátt.
Nafn þáttarsins, innri þjáning, er komið úr sögu hans þegar hann lýsir því ástandi sem hann var í þegar hann tók ákvörðun um að hætta að drekka.
Það sem er mjög merkilegt er að Gísli lýsir líklega meiri innri þjáningu fyrstu árin í edrúmennskunni. Hann hætti drykkju en gerði ekki neitt annað, hélt lífinu bara áfram á hnefanum.
Gísli málar upp mjög góða mynd af sinni sögu, sögu sem lýsir leið alkóhólista svo vel.
Ótrúlega gott spjall við frábæra manneskju
Gísli er einn af oss 🙏
Guð gefi mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli 🙏