Fram og til baka, 1. apríl 2018 - Páskadagur
Update: 2018-04-01
Description
Margrét Blöndal og Felix Bergsson verða með hlustendum í sérstakri hátíðarútgáfu af Fram og til baka á Páskadagsmorgun á Rás 2. Fortíðarþráin verður eins og áður á sínum stað þegar Bergsson og Blöndal eru annarsvegar og þau skötuhjú lofa að fara á tímaflakk til fyrri Páska. Að auki ber Páskasunnudag upp á uppáhaldsdegi allra prakkara, 1. apríl og mun þátturinn að sjálfsögðu bera svipmót af því. Þannig verða klassísk aprílgöbb skoðuð auk þess sem leitast verður við að plata hlustendur! Fram og til baka - hátíðarútgáfan. Með Bergsson og Blöndal bara á Rás 2
Comments
In Channel



