Guðrún Ósk Maríasdóttir - Lífið með bæði langveikt barn og heilbrigð börn og höfuðhöggið sem breytti öllu
Description
Guðrún Ósk Maríasdóttir er matvælafræðingur, næringarþjálfari, nuddari og saunadrottning. Hún er þriggja barna móðir. Halldóra María er elst, ellefu ára gömul og er með mjög sjaldgæfan genasjúkdóm og þekkir Guðrún Ósk það vel hvernig það er að þurfa að berjast fyrir réttindum barnsins síns.Þegar hún varð ólétt af sínu öðru barni var tíminn þar til þau hjónin gátu fengið staðfest hvort barnið væri með sama sjúkdóm eða ekki hrikalega erfiður. En hann og yngsti drengurinn fæddust báðir heilbrigðir.Hún eignaðist þann eldri heima og ætlaði að gera það sama með þann yngri en það gekk ekki eftir áætlun og finnst Guðrúnu Ósk eins og það hafi verið farið yfir mörk hennar á sjúkrahúsinu.Hún segir einnig frá höfuðhöggi sem breytti stefnu lífs hennar, hvernig hún og maðurinn hennar rækta sambandið og svo margt fleira í nýjasta þætti af Fókus.