Selma Soffía - Sjálfsvinna eftir ofbeldissamband
Description
Hlaðvarpsstjórnandinn og athafnakonan Selma Soffía Guðbrandsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.
Í þættinum segir hún frá sambandi sem hún var í frá 16 til 23 ára. Þetta var á erfiðum tíma, mikilvægum mótunarárum, og hafði mikil áhrif á Selmu. Hún var ung og hélt að svona ætti ást að vera, að það væri enginn annar þarna úti fyrir hana og þetta ætti hún skilið.
Hún leyndi ofbeldinu, sem hún segir hafa mest verið andlegt en einnig líkamlegt, fyrir fjölskyldu sinni og gleymir ekki þegar hún var að útskrifast úr MS og þurfti að hylja annan handlegginn því hann var svo blár og marinn eftir þáverandi kærasta.
Henni tókst að slíta sambandinu eftir atvik þar sem ekki var hægt að leyna þessu lengur. Hún flutti erlendis og segir að hún hafi einfaldlega verið að flýja land. Þar með hófst sjálfsvinnan sem hefur skilað henni á þann stað sem hún er í dag.
Hún er hamingjusöm í heilbrigðu sambandi, veit hver hún er og hvað hún vill. Hún lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig, enda ekki að lifa lífinu fyrir þá, heldur sig sjálfa.