Reyndu aftur - Pálmi
Description
Ég fæ góðkunningja þáttarins, hann Pálma Fannar, í heimsókn að þessu sinni.
Þegar ég fæ Pálma með mér horfi ég á það sem "alkaspjall." Tveir alkóhólistar í bata að ræða málin og reyna eftir bestu getu að tala sig í átt að einhverri lausn.
Hann kemur með pælingar að borðinu sem við svo ræðum í gegnum eins og við sjáum hlutina, alltaf út frá okkar reynslu.
Það er komið inná mikið í þessum þætti, alveg frá vangaveltum um Guð eða æðri mátt, yfir í uppgjöfina, meðferðina og lífið eftir meðferðina. Mjög gott að hlusta á pælingar Pálma um þessi málefni.
Reyndu aftur er nafn þessa þáttar og er það bein tilvísun í lag þáttarins sem Pálmi kom með. Hann segir okkur frá sinni túlkun á laginu og lögum almennt sem hann tengir við alkóhólisma.
Góðar stundir 🙏
Guð gefi mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli 🙏