DiscoverSandkorn1. Úr fjöru í alvöru
1. Úr fjöru í alvöru

1. Úr fjöru í alvöru

Update: 2021-12-271
Share

Description

Baldvin Z og Tómas Valgeirsson grandskoða sjónvarpsseríuna Svörtu sanda í sameiningu. Tómas skoðar hvern þátt út frá sjónarmiði neytandans og spyr leikstjórann spjörunum úr og spyr leikstjórann spjörunum úr; stúdering beint frá áhorfanda til skaparans. 


Sýningar á þáttunum hófust á Stöð 2 á jóladag, 25. desember. Baldvin Z leikstýrir fyrir Glassriver, en auk hans skrifa Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson handritið. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Kolbeinn Arnbjörnsson. 


Í fyrsta þætti Svörtu sanda kynnumst við helstu persónum sögunnar; Anítu, Elínu, Salómon, Fríðu, Gústa og Ragnari. 


Til að gefa tóninn á upphafi þáttanna og þeirra framvindu, ræðir Baldvin hér ýmsar upphafssögur, hvernig Tvídrangar (með mömmu) mótuðu hans kvikmyndaferil, hvernig tilurð Svörtu sanda og hljóðheimar þeirra lýsa sér, en þess að auki ræðir leikstjórinn um rassamælingarsenu sem að öllum líkindum brýtur blað í geira íslenskra morðsagna - og sé jafnvel fyrst sinnar tegundar. 


Þá koma einnig upp umræður um táknmyndir, falin páskaegg, vísbendingar og helstu uppskriftir rauðsílda í morðsögum.




Efnisyfirlit:


00:00 - Viti menn, intro-lag...


00:40 - Tvídrangar með mömmu


03:05 - Bíó erfiðara en sjónvarp


08:20 - Morðsería með öðrum vinkli


09:21 - Tónninn sleginn


13:28 - Okkar Laura Palmer á fyrstu 8 mínútunum


14:43 - Óeðlilega eðlilegt fólk


18:33 - Ráðgjafinn Ragnar


20:04 - Sólósöngur og spriklandi rauðsíld


25:10 - Aníta og útlitið


26:55 - Táknmyndir, litir og smáatriði


29:00 - Gústi sendir Like þumal


33:30 - Keimlíkt Kötlu, þó sterkara


34:04 - Fríða og dauðsföll útlendinga


35:44 - Hvorn myndirðu: Tomma eða Salómón?


38:40 - Þögn í búri Elínar


40:19 - Fyrstu viðbrögð og almenn samsetning


41:30 - Þemu, fjólublár og söguleg rassamæling


51:00 - Úr fjöri í alvöru


56:00 - Uppstillingar persóna, kameru, en hvað svo?

Comments 
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

1. Úr fjöru í alvöru

1. Úr fjöru í alvöru

Stúdering á Svörtu söndum