Gullkorn: Tengsl og aftenging
Description
Lengi vel er hægt að spekúlera um hvað lætur persónu eins og Anítu Elínardóttur tikka, en þá er auðvitað best að leita beint til einstaklingsins sem stendur hvað næst þessari persónu og á óneitanlega allra mest í henni.
Aldís Amah Hamilton er múltítaskari mikill með skýr gildi í lífinu, mikla útgeislun, ómælanlega ást á dýrum og heilbrigða lyst fyrir alls konar list.
Í þætti þessum er kafað út í allt hið mögulega í sögu Svörtu sanda fram að og út fimmta þátt. Við skoðum mengi persónanna, sambönd, tengsl og margs konar tabú og eldfim málefni sem seríurnar hafa verið að fjalla um almennt.
Og já, hver er eiginlega Emil?
Efnisyfirlit:
00:00 - Lífsgildi í verkum
02:02 - Kjarnasetningar og upplýsingasprengjur
06:25 - Samband Fríðu og Anítu
11:50 - Gerólíkar seríur, ólíkt álag
16:17 - Karakterum þröngvað í box
18:38 - Mikilvæga senan í bílnum
24:23 - Ný hlið á Steffí
31:01 - Jonna og co.
33:29 - “Ég vildi bara að þú sæir mig”
37:37 - Hvaða Emil?!
39:55 - Boginn hennar Auðar
43:49 - Að eignast eða eignast ekki börn
48:50 - Harmur borinn í hljóði
54:15 - Steiktar staðreyndir
59:57 - Trú á Álfu
1:02:59 - Hlúað að Gabríel
1:05:45 - Tótal aftenging
1:06:40 - Hallmark-kveðja