11. Skál fyrir gömlum tímum
Description
Óvænt áföll geta breytt tilverunni á örlagastundu og missirinn gagnvart nýlátnum einstaklingi er fljótur að taka sinn toll á nánustu aðstandendur. Mörk vinnulífs og fjölskyldulífs eru komin að frostmarki og er lítið annað en létt kaos í stöðunni þegar allir þekkjast í litlu bæjarsamfélagi og gegna nokkrum hlutverkum í einu. Má vissulega deila um hvort þetta sé besti tíminn fyrir Davíð til að varpa sannleikssprengju sem gæti haft grafalvarleg áhrif á útkomuna framundan.
Annars eru stöllurnar Ragnheiður (Sólveig Arnars), Auður (Halldóra Geirharðsdóttir) og Hildur (Erla Ruth Harðardóttir) eru formlega sameinaðar á ný til að minnast vinkonu sína heitnu og gamla tíma í senn. Það sem virkar þó í fyrstu sem athöfn til að kveðja gömlu sárin verður hratt og bítandi að nýju upphafi þar sem mögulega er eitthvað enn verra í uppsiglingu en nýliðið dauðsfall sem skekur Glerársanda.
Ekki láta einfaldleikann blekkja, því nóg er til að róta í þegar kemur að þessum þriðja/ellefta þætti. Ekki síst blekkingarleikirnir sem hér ríkja á milli vinafólks og fjölskyldu.
Baldvin og Tómas skoða þáttinn í þaula og hvort það sé raunverulega þarna viðeigandi að skála fyrir gömlum tímum.
00:00 - Fríða og þynnkudýrið
02:24 - Einkalíf og löggulíf
05:37 - Aníta útundan
07:29 - Gústi reynir
08:40 - Suðupottur og suðupunktur
10:30 - Hús Ragnheiðar
12:25 - Þær þrjár
16:00 - Stöllur með reynslu af sprelli
18:48 - Davíð og erfiða samtalið
24:40 - Tommi á erfiðum stað
27:39 - Verksummerki í raunheimum
29:09 - Hver er sannleikurinn?
33:01 - Förunautar í þjáningu
34:03 - Merkelegt um skjalaverði
37:06 - Siglir í annað andaglas
40:51 - Lygin í loftinu
41:46 - Fuglarnir og Heiða
43:10 - “Farðu bara varlega”
45:59 - Yfirgefin