13. Í takt við tímaskekkju
Description
Núansar og stórar ósagðar tilfinningar koma til tals á meðan sögur fara að spyrjast út af nýjum likfundi á abstrakt litla sveitabænum. Álfheiður og Tómas greina ástandið á Anítu að sinni, mýktina í loftinu og tensjónana hjá unglingunum og hvað það er við Steffí sem gerir hana að tærum senuþjófi þáttarins.
Fimmti/Þrettándi þáttur leyfir heildarsögunni að taka hlutina rólega eða leyfa hlutunum svolítið “að malla”, að sögn leikstjórans. Álfheiður ræðir allar þær lúmsku, léttu og þyngri mómentum þáttarins. Fáeinar senur voru allsvakalega stokkaðar í lokaklippi, meðhöndlun hinnar kornungu Kríu heldur einnig áfram að vera væn uppspretta af baksviðs- og reynslusögum þessa setts. Þá koma líka furðulegir Íslandssiðir til tals og hvernig ‘slys’ í tökum geta orðið óvænt að litlum gullmolum, eins og frá er sagt.
Efnisyfirlit:
00:00 - Augun í Kríu
03:11 - ‘Breather’ karakterþáttur
06:50 - Hjá Davíð, þá Davíð
09:01 - Er Aníta að breytast í móður sína?
12:19 - Jonna rödd skynseminnar
15:50 - Steffí stelur senunni
22:03 - ‘Systkinin’ Fríða og Gústi
25:30 - Hvar er Gabríel?
28:03 - Undarlegir siðir
32:45 - Hvað með Dísu?
37:10 - Að finna rétta nálgun
38:40 - Þær þrjár og stigmögnun
43:20 - Yngri leikararnir
48:10 - Pylsupöntun úr ‘Í takt við tímann’