7. Hversu milt er móðurhjartað?
Description
Oft er nauðsynlegt að stíga til baka að geta komist lengra áfram. Í sjöunda þætti Svörtu sanda er horft aftur til fortíðar og hrært vandlega í tímalínum til að varpa nánara ljósi á ógnina sem herjar á Anítu, fjölskyldu hennar og teymi innan bæjarins. Í kjölfar uppákomunnar með Helgu hefur hinn dularfulli og margumtalaði Davíð skotið loksins upp kollinum eftir margra ára fjarveru. Davíð kemur þó ekki án farangurs sjálfur á meðan dauðinn er yfirvofandi þessa dagana á Glerársandi, auk spurningarinnar um hvort móðurhöndin sé skilyrðislaust mjúk.
Heimur Anítu farinn að hringsnúast sem aldrei fyrr á meðan áframhaldið veltur á því hvort náunganum sé treystandi og enn fremur hvort sannleikurinn geti bætt úr hlutum eða valdið frekari á verstu stundu.
Á meðan brátt líður að stóra lokasprettinum kafa þeir Tómas og Baldvin út í sífjölgandi ‘mömmu-issjú’ seríunnar, mynstur fjöldamorðingja og hvað stóru flassbakk-senurnar segja okkur í raun um framvinduna liðnu og klæmaxinn handan við hornið. Einnig er rætt um mynstur sem og triggera Salómóns, stöðugan persónuvöxt Ragnars og kaflaskilin í lífi Fríðu. Auk þess er eitt gífurlega minnisstætt hótelherbergi og enn eftirminnilegra baðkar í tærum fókus þessa innslags ásamt óvæntri leiktækni Pálma Gestssonar og ferlið að skrifa tónlistina fyrst inn í handrit og síðan spyrja um leyfi.
Og jú, Baldvin flytur bitastætt kvæði.
Efnisyfirlit:
00:00 - Salómon litli
04:21 - Ruglað í strúkturnum
08:30 - Að breytast í móður sína
11:27 - Músíkin yfir árin
19:28 - Blekkingarleikir
21:09 - Hvað vita áhorfendur meira en persónurnar?
26:30 - Agndofa eftir nákvæmni Pálma
29:17 - Kvæði fyrir ömmu
32:02 - Fundur á Hótel Rangá
39:17 - Kunnuglegir tónar
45:10 - Baðið í miðju herberginu
50:45 - Fullkominn spírall og dulúð Davíðs