15. Þorleifur Þorleifsson - 415km // 62 hringir // Íslandsmethafi í þriðja sinn
Description
Þorleifur var kannski með harðsperrur þegar hann mætti í stúdíóið en hann var tilbúinn að leysa frá skjóðunni um allan þann tilfinningarússíbana sem hann fór í gegnum síðustu helgi og síðustu ár sem einn af okkar fremstu bakgarðs-hlaupurum.
Hvernig var tilfinningin að missa Íslandsmetið?
Hvernig var tilfinningin að endurheimta það?
Af hverju hættir maður keppni í eitt skiptið en heldur áfram í næsta hring í því næsta - jafnvel þó maður sé hágrátandi í bæði skiptin?
Hvað hélt Þorleifi mótiveruðum gegnum allt æfingatímabilið og alla 415 kílómetrana?
Hvert verður Íslandsmetið eftir 5 ár?
Vinsældir bakgarðsins, samband Þorleifs og Mari, hvernig það að missa Íslandsmetið til Mari á sínum tíma var mikilvægasta keppnin fyrir Þorleif, ofur-fókus á sjálfan sig og fleira stórgott!