Hulduvefur, Kanye West, Werner Herzog
Update: 2016-08-18
Description
Í dag verður meðal annars lagt af stað í ferðalag um hinn svokallaða hulduvef og dulúð hans könnuð, en um er að ræða fyrirbæri í netheimum sem fáir vita af, veröld sem ekki er víst að þoli endilega dagsbirtu. Lestin skoðar einnig greiningu þýska kvikmyndaleikstjórans Werner Herzogs á nýju tónlistarmyndbandi bandaríska söngvarans Kanye West en myndbandið hefur vakið mikla athygli. App dagsins verður á sínum stað, það tengist hreyfingu, og svefnvenjum. Og lestin brunar í dag einnig alla leið til Hóla í Hjaltadal þar sem nýir tímar og gamlir mættust á Hólahátíð á dögunum.
Comments
In Channel



