Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn
Update: 2025-09-04
Description
Áhrifavaldurinn Steffý Þórólfsdóttir upplifði erfiða tíma á sinni fyrstu meðgöngu. Hún var illa stödd andlega, meðal annars vegna áreitis og eineltis, og hafði miklar áhyggjur af því hvort að það myndi hafa áhrif á frumburðinn í móðurkviðnum. Hún hefur fjallað um þessa reynslu sína á samfélagsmiðlum, svo athygli hefur vakið, og segir að tilgangurinn hafi verið sá að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að huga að andlegri heilsu mæðra.
Steffý er gestur í Fókus, viðtalsþætti DV, þar sem hún fer ítarlega yfir þetta tímabil, hvernig það byrjaði og þróaðist. Hún deilir sinni upplifun og áhrifunum sem þetta hafði á hana. Hún þakkar sérstaklega Píeta samtökunum og Bjarkarhlíð fyrir hjálpina og stuðninginn.
Comments
In Channel