Þórhildur – Tantra, sambönd og kynlíf
Description
Kynlífs- og sambandsmarkþjálfinn Þórhildur Magnúsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.
Þórhildur er fyrsti gestur Fókuss til að koma aftur en mikið hefur gerst síðastliðna átján mánuði.
Hún hefur sankað að sér meiri þekkingu og er að klára markþjálfaranám. Hún byrjaði að iðka tantra sem hefur verið eins konar rauði þráðurinn í lífi hennar í gegnum árin. Í þættinum ræðir hún um þjálfunina, hvers konar fólk leitar til hennar í sambandsmarkþjálfun, þemu sem hún hefur tekið eftir, að finna frelsi með með tantra og margt fleira.
Þórhildur og eiginmaður hennar fögnuðu átján ára sambandsafmæli og ræðir hún um það hvernig þau halda neistanum gangandi eftir öll þessi ár.
Átta ár eru liðin síðan þau opnuðu sambandið og hefur Þórhildur verið í sambandi með Marcel í um eitt og hálft ár. Hún ræðir um sambandið, hvað gerir gott kynlíf gott og svo ótal margt fleira