#120 – Útköll í fjölbreytt og krefjandi verkefni í þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands – samhent sveit sem í eru 12 flugmenn og þar af er ein kona - Brynhildur Ásta Bjartmarz
Update: 2025-08-08
Description
Brynhildur Ásta Bjartmarz þyrluflugmaður segir hér frá ýmsum áhugaverðum hliðum á starfinu en hún er eina konan í 12 manna hópi þyrluflugmanna Landhelgisgæslu Íslands. Hún segir frá nokkrum af þeim fjölbreyttu verkefnum sem hún og kollegar hennar í flugsveit LHG fást við, ræðir kosti og galla vinnunar og fer yfir ýmis erfið útköll sem hún hefur tekist á við. Brynhildur hefur líka starfað að kjarasamningsmálum fyrir flugmannahópinn gagnvart ríkinu og þar er baráttan stöðug og nýlega þurfti miðlunartillögu sáttasemjara til að höggva á hnútinn og koma á samningi. Áhugavert spjall við brautryðjanda í hópi flugkvenna í þyrlusveit landhelgisgæslunnar.
Comments
In Channel























