#136 – Það gerist all mannlegt um borð í flugvél og farþegarnir ekki alltaf á leið í skemmtiferð – þakklát fyrir draumastarfið sem flugfreyja í nær hálfa öld - Björg Jónasdóttir
Update: 2025-12-08
Description
Rætt er við Björgu Jónasdóttur fyrrverandi flugfreyju hjá Icelandair, Flugleiðum og þar áður Loftleiðum um flugfreyjustarfið og ýmsa atburði á hennar langa og fjölbreytta flugferli. Björg hóf störf árið 1972 þegar hún var aðeins tvítug að aldri. Hún segir meðal annars frá fyrstu flugferðunum á DC-8, lærdómsferlinu að vinna í pílagrímaflugi á sjöunda áratugnum, leiguflugi á ýmsum fáförnum og framandi slóðum ásamt mörgu fleiru sem á daga hana dreif í starfinu vítt og breitt um heiminn. Björg hóf ferilinn árið 1972 og óhætt að segja að miklar breytingar hafi átt sér stað í starfsumhverfi flugfreyjunnar á árunum og áratugunum þar á eftir, en um leið eru aðrir þættir sem hafa haldist óbreyttir.
Comments
In Channel























