#122 – Oft erfið aðkoma að slysstað þar sem vinir manns höfðu farist - brautryðjandi í flugslysarannsóknum á Íslandi– Skúli Jón Sigurðarson
Update: 2025-08-23
Description
Í þættinum er rætt við Skúla Jón Sigurðarson sem var brautryðjandi í flugslysarannsóknum á Íslandi um áratuga skeið. Hann vann ötullega að flugöryggismálum í gegnum störf sín hjá Flugmálastjórn Íslands þar sem hann hóf störf árið 1965 og tók síðar þátt í að setja á fót Rannsóknarnefnd flugslysa. Í um 35 ár vann Skúli Jón fórnfúst starf í að rannsaka orsakir næstum allra flugslysa sem urðu hérlendis og naut alla tíð mikillar virðingar fyrir störf sín.
Skúli Jón fer stuttlega í þættinum yfir sinn feril og segir meðal annars frá áhugaverðum og erfiðum slysum þar sem hann kom að og lýsir um leið nokkrum samferðamönnum sínum í störfum hjá Flugmálastjórn eins og Agnari Kofoed-Hansen og Sigurði Jónssyni, sem ætíð var kallaður Siggi flug.
Skúli Jón fer stuttlega í þættinum yfir sinn feril og segir meðal annars frá áhugaverðum og erfiðum slysum þar sem hann kom að og lýsir um leið nokkrum samferðamönnum sínum í störfum hjá Flugmálastjórn eins og Agnari Kofoed-Hansen og Sigurði Jónssyni, sem ætíð var kallaður Siggi flug.
Comments
In Channel























