#121 – Ísland hefur gefið mér allt segir Jose flugstjóri hjá Atlanta sem kom frá Hondúras til Íslands og lærði flug – Jose Alvarado
Update: 2025-08-15
Description
Rætt er við Jose Alvarado flugstjóra hjá Air Atlanta í þessum þætti, en hann á stómerkilega sögu að baki og hefur á sinni starfævi unnið fyrir fjölda flugfélaga um allan heim og einnig fyrir öll stærstu íslensku flugfélögin, Icelandair, WOW, Play og Air Atlanta. Jose segir frá uppruna sínum og fjölskylduaðstæðum í Hondúras þaðan sem hann flutti ungur að árum ásamt íslenskri kærustu og saman fengu þau vinnu hjá Air Atlanta sem flugfreyjur á meðan Jose steig sín fyrstu skref í flugnáminu. Jose og faðir hans höfðu misjafna sýn á framtíðina og faðir hans sá fyrir sér að sonurinn tæki við rekstri fjölskyldufyrirtækisins, þannig að eftir að Jose hleypti heimdraganum var enga hjálp að fá úr þeim ranni. Jose lét samt ekkert stoppa sig í að láta drauminn um að verða flugmaður verða að veruleika. Hann lærði til flugmanns hjá Flugskóla Helga Jónssonar og segir í þættinum frá ýmsum merkilegum og áhugaverðum atburðum á sínum flugmannsferli.
Comments
In Channel