#13 Guðmundur Helgi Þórarinsson - formaður VM
Update: 2025-09-16
Description
Í þessum þætti af Sjókastinu sest Aríel niður með Guðmundi Helga Þórarinssyni, einum af röddum sjómanna á Íslandi undanfarna áratugi. Við ræðum æskuár hans og fyrstu skref á sjó, baráttuna í kjaramálum, gagnsæi í verðlagningu, auðlindarentumál og lífeyrisréttindi sjómanna.
Guðmundur Helgi fer líka yfir helstu áfanga í félagsmálum, áskoranir sem sjómenn hafa staðið frammi fyrir, og framtíð íslensks sjávarútvegs – með beinskeyttum skoðunum og umbúðalausu samtali.
Þetta er viðtal sem enginn sem hefur áhuga á sjómennsku, sjávarútvegi eða stéttabaráttu má láta fram hjá sér fara.
Comments
In Channel



