Alræði 20. aldar, Snorri Sturluson, knattspyrna og menntun kvenna
Update: 2017-07-12
Description
Fjallað verður um nýlega bók bandaríska sagnfræðingsins Timothy Snyder sem ber nafnið On Tyranny, eða Um alræði, en Snyder verður gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í haust. Í bókinni skoðar Snyder tilurð harðstjórnar og einræðis í samhengi við örlagaatburði 20. aldar og þann lærdóm sem draga má af þeim. Rifjað verður upp þegar stytta af Snorra Sturlusyni var afhjúpuð í Reykholti fyrir 70 árum og rætt við Vöndu Sigurðardóttur um kvennaknattspyrnu á Íslandi. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi landsliðskona og þjálfari í knattspyrnu, kom og fræddi okkur um sögu knattspyrnu kvenna. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir fjallar í pistli um menntun kvenna og afrek þeirra í gegnum aldirnar.
Comments
In Channel