Rússíbanar, sembalsmíði, myndlist, einangrun Íslands og skógarhögg
Update: 2017-07-05
Description
a. Brot úr þættinum Vikan sem var frá 1974 þar sem rætt er við hjónin Þorkel Helgason og Helgu Ingólfsdóttur um sembalsmíði. Sumartónleikar í Skálholti hefjast um helgina. b. Fjallað um rússíbana og sögu þeirra. c. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir fjallar í pistli um einangrun Ísland fyrr á öldum. d. Hringt í Kristberg Ó Pétursson myndlistarmann sem er að fara að sýna verk sem eiga sér 15 ára sögu frá því hann var gæslumaður í fuglafriðlandi. e. Rætt við Silje Beite Løken um metsölubókina Hel Ved eftir norska rithöfundinn Lars Mytting sem fjallar á afar lýsandi hátt um skógarhögg, hvernig skal þurrka og stafla eldivið. Einnig verður hugað að einveru mannsins í skóginum. Tónlist: Víkingur Heiðar Ólafsson - Etíða nr. 3 eftir Phlip Glass Lou Reed - Coney Island Baby.
Comments
In Channel