Diskókúlan, fjárhúsamyndlist, samtökin '78, alræði og Herðubreið
Update: 2017-07-20
Description
- Hringt verður norður á land, í Finn Arnar myndlistarmann, sem er sýningarstjóri listasýningarinnar „Ekkert jarm“ sem sett er upp í fjárhúsi á bænum Kleifum rétt við Blönduós. - Saga diskókúlunnar verður reifuð. - Haldið verður áfram með umfjöllun um bókina On Tyranny eða Um alræði eftir Timothy Snyder sem fjallar um alræði í sögulegu samhengi. - Einnig heyrist brot úr símatíma í útvarpinu árið 1983 þar sem Stefán Jón Hafstein stýrði umræðum en gestir hans voru Þorvaldur Kristinsson og Guðni Baldursson. Guðni var fyrsti formaður Samtakanna '78 en hann lést á heimili sínu 7. júlí síðastliðinn. - Halla Harðardóttir er að skoða nokkur af helstu fjöllum landsins hér í Tengivagninum. Fjall vikunar er sjálf drottningin Herðubreið. Að lokum verður gripið niður í útsendingu útvarpsins þegar maður steif á tunglið í fyrsta sinn þann 20. júlí 1969.
Comments
In Channel